Efling menntunar
í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi


Um verkefnið


Matvælaframleiðsla hefur um árabil verið ein af undirstöðu atvinnugreinum Vestlendinga. Ferðaþjónusta hins vegar hefur verið ört vaxandi og umfang hennar í atvinnulífi Vestlendinga orðið umtalsvert. Í Sóknaráætlun Vesturlands 2013 voru þessar atvinnugreinar skilgreindar sem lykil atvinnugreinar. Á íbúaþingi Vestlendinga í maí 2015 var sú afstaða ítrekuð af fundarmönnum og leggja bæri áherslu á að efla þessar atvinnugreinar eins og kostur væri.
Áhersluverkefnið efling menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi hefur einmitt þann tilgang að efla greinarnar eins og kostur er í gegnum aukið framboð menntunar og þjónustu fræðsluaðila á Vesturlandi.

Verkefnislýsing

Verkefnið hefur víðtæka tengingu við Sóknaráætlun Vesturlands.

  • Í fyrsta lagi þá tengist það markmiðum sem koma fram í samningi um sóknaráætlun varðandi það að styrkja mannauð á Vesturlandi.
  • Í öðru lagi varð mikil umræða á Íbúaþingi Vesturlands 4. maí 2015 um að með meiri þekkingu mætti auka gæði í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu.
  • Í þriðja lagi tengist verkefnið leiðarljósi Sóknaráætlunar Vesturlands um gæði.
  • Í fjórða lagi á verkefnið hljómgrunn í framtíðarsýn Vestlendinga varðandi mannauð, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu.
  • Loks tengist það markmiðum Sóknaráætlunar Vesturlands um eflingu mannauðs, að styrkja matvælaframleiðslu og markmiðum um ferðaþjónustu.

Verkþættir

  • Samantekt yfir framboð náms fyrir ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. 
  • Vinna að greiningu fræðsluþarfar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu.
  • Vinna að námskeiðum fyrir ferðaþjónustuna og matvælaframleiðsluna.
  • Kynning náms í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu haustið 2016.

Markmið verkefnis

Markmiðin með áhersluverkefninu eru bjóða þeim sem vinna við ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi upp á aukin tækifæri til menntunar. Með því að uppfylla þau markmið er leitast við að:

  • hækka menntunarstig í ferðaþjónustu
  • hækka menntunarstig í matvælaframleiðslu
  • efla gæði í þjónustu og framleiðslu

Verkefnisstjórn

Tvær verkefnastjórnir voru tilnefndar af SSV og Háskólanum á Bifröst var falin stjórn verkefnisins. Verkefnastjórnir ákváðu á fyrsta fundi að starfa sem einn hópur og í honum sitja:

  • Edda Arinbjarnar í Húsafelli, Ferðamálasamtök Vesturlands
  • Guðrún Lárusdóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Inga Dóra Halldórsdóttir, Símenntun Vesturlands
  • Kristján Guðmundsson, Markaðsstofa Vesturlands
  • Magnús. S. Snorrason, Háskólinn á Bifröst
  • Margrét Björk Björnsdóttir, SSV -atvinnuþróunarfélagið
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, Ferðamálasamtök Vesturlands
  • Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Fulltrúi úr atvinnulífinu
  • Þórhildur Þorsteinsdóttir, Búnaðarsamtök Vesturlands

Verkefnisstjóri er Signý Óskarsdóttir, Háskólinn á Bifröst

Greining á fræðsluþörf í ferðaþjónustu
og matvælaframleiðslu á Vesturlandi


Við þarfagreininguna voru nýtt fyrirliggjandi gögn frá aðilum ferðaþjónustunnar og ákveðið var að styðjast við niðurstöður úr könnun Stjórnstöðvar ferðamála um mannafla- og fræðsluþörf í greininni, sem kom út í júní 2016. Einnig voru notuð óformleg samtöl við aðila í ferðaþjónustu og matvælaiðnaði.

Skipulögð var vinnustofa þann 30. apríl 2016 með aðilum úr matvælaframleiðslu á Vesturlandi og fræðsluaðilum. Boð um þátttöku í vinnustofunni var sent á um það bil 80 fyrirtæki og einstaklinga í matvælaframleiðslu á Vesturlandi, auk þess sem sömu aðilar fengu tækifæri til að koma hugmyndum og skoðunum á framfæri í gegnum netkönnun. Í vinnustofunni voru settar fram hugmyndir um forgangsröðun verkefna og hugmyndir að aukinni samvinnu og menntun í matvælaframleiðslu á Vesturlandi.

Þarfagreining verkefnisins sýndi fram á þörf fyrir stutt, hnitmiðuð og praktísk námskeið sem ekki krefjast þess að þátttakendur fari í lengri tíma frá sínum vinnustað. Blanda af stað- og fjarnámi var nefnd sem góður kostur.

Þörf er fyrir aukna fræðslu og þjálfun almennt í þjónustu, samskiptum, gestrisni og gæðum.

Starfsþjálfun á vinnustað er æskilegur kostur.

Einnig er þörf fyrir leiðsögunám og sérhæft leiðsögunám.

Styðja þarf við frumkvöðla í heimavinnslu og smærri framleiðslu og fram kom hugmynd um námskeiðaröð sem styður við þróun vöru frá hugmynd til afurðar.

Það skal tekið fram að strax í upphafi verkefnisins ákvað verkefnisstjórnin að leggja áherslu á þarfir smærri matvælaframleiðenda og heimaframleiðslu á Vesturlandi. Hins vegar stendur stærri framleiðslufyrirtækjum til boða að nýta sér þjónustu fræðsluaðila sem bjóða upp á sérsniðið nám eftir þörfum.

Námsframboð fræðsluaðila á Vesturlandi


Það framboð náms sem hér er kynnt er afurð þarfagreiningar og forgangsröðunar verkefnastjórna fyrir áhersluverkefni um eflingu menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. Auk þeirra námskeiða sem hér eru upp talin er hægt að óska eftir ráðgjöf og sérsniðinni fræðslu fyrir ferðaþjónustu- og matvælafyrirtæki.

Ferðaþjónusta

Símenntun Háskólans á Bifröst

  • Starfsþjálfun í ferðaþjónustu
  • Gæðastjórnun í ferðaþjónustu – sérstök áhersla á VAKANN
  • Menningartengd ferðaþjónusta
  • Viðburðastjórnun
  • Mannauðsstjórnun
  • Markaðssetning
  • Stofnun og rekstur ferðaþjónustufyrirtækja
  • Nýsköpun í ferðaþjónustu
  • Fjármál og skattskil
  • Þjónusta og gestrisni
  • Framkoma og tjáning
  • Enska í ferðaþjónustu
  • Styrkumsóknir

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Námskeið fyrir starfsmenn í eldhúsum
  • Námskeið fyrir starfsmenn í hótelþrifum
  • Leiðsögunám

Matvælaframleiðsla

Símenntunarmiðstöð Vesturlands

  • Frá hugmynd til afurða – 40 klst. námskeiðaröð
  • Vöruhönnun
  • Meðferð matvæla
Landbúnaðarháskóli Íslands í samvinnu við Matís

Ráðgjöf og sérsniðin fræðsla

Sérsniðið nám og fræðsla er í boði fyrir ferðaþjónustu- og
matvælafyrirtæki sem og aðra starfsemi.

Hægt er að óska eftir heimsókn frá fræðsluaðilum sem gera fræðsluáætlun í takt við þarfir á hverjum stað.

Símenntun Háskólans á Bifröst
Símenntunarmiðstöð Vesturlands
Endurmenntun Lanbúnaðarháskóla Íslands

Fræðsluaðilar


Margir sinna fræðslu fyrir ferðaþjónustu og matvælaframleiðendur. Í áhersluverkefni um eflingu menntunar í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi hafa Háskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskóli Íslands og Símenntunarmiðtöðin á Vesturlandi lagt sérstaka áherslu á að koma til móts við þarfir í báðum greinum, sjá nánar undir námsframboð.

Á landsvísu eru margir aðilar sem sinna bæði formlegu og óformlegu námi í greinunum og má kynna sér það hér neðar. Athugið að ekki er um tæmandi lista að ræða.