Áhersluverkefni – Matarauður Vesturlands


Um verkefnið


Mikil umræða hefur verið á Vesturlandi, líkt og í öðrum landshlutum, um að efla matvælaframleiðslu og þá sérstaklega framleiðslu minni framleiðenda sem oftar en ekki tengist ferðaþjónustu á svæðinu. Á fjölmennu íbúaþingi í tengslum við gerð Sóknaráætlunar Vesturlands kom þetta sjónarmið sterkt fram og sjást þess glögg merki í áætluninni. Á árinu 2016 var í gangi áhersluverkefni þar sem unnið var að því að efla menntun í ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu á Vesturlandi. Í tengslum við verkefnið var haldinn fundur um matvælaframleiðslu á Vesturlandi og ljóst að áhugi væri á því að setja fram sérstakt áhersluverkefni um eflingu matvælaframleiðslu í héraði.

Þessari heimasíðu er ætlað að vera upplýsandi um verkefnið og framgang verkþátta.

Markmið verkefnis og aðgerðir

Að efla matvælaframleiðslu, fullvinnslu hráefnis í héraði, sölu beint frá býli, hráefnisnotkun úr heimahéraði á veitingastöðum og matartengda upplifun á Vesturlandi.

Októbermánuður var veislumánuður Matarauðs Vesturlands þá gafst öllum sem áhuga höfðu tækifæri til að lyfta upp þeirri matarmenningu og framleiðslu sem nú þegar er til staðar hjá okkur á Vesturlandi.

Unnið var að því að safna upplýsingum um framleiðendur, veitingahús og markaði á Vesturlandi til þess að stuðla að tengslaneti og búa til tækifæri til að efla samstarf þeirra aðila sem bjóða matartengda upplifun og mat úr héraði.

Unnið var að því að koma á fót aðstöðu í Borgarnesi fyrir fólk sem vill þróa vöru úr Vestlensku hráefni. Aðstaðan hefur hlotið nafnið Matarlind og það er Ljómalind sem sér um reksturinn. Hægt að panta tíma í gegnum Ljómalind.

Unnið er að heimasíðu Matarauðs Vesturlands og á þeirri síðu verður hægt að markaðssetja matarmenningu og matarupplifun á Vesturlandi. Einnig verða á þeirri síðu upplýsingar um matarmarkaði og viðburði sem tengjast á einhvern hátt mat úr héraði.

Í samvinnu við Matarauð Íslands verður skoðað hvernig hægt er að einfalda regluverk tengt framleiðslu beint frá býli og efla stuðning við framleiðendur.

 

Næst á dagskrá

Boðið verður upp á fræðslu og fundi fyrir matarframleiðendur og veitingafólk víða um Vesturland í vetur í samvinnu við Matarauð Íslands, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Hugheima, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matís og fleiri aðila.

Reyking matvæla

Undirbúningur starfsleyfis

Umbúðir og merkingar

Að byggja upp matseðil

Rekstur matarmarkaða

Markaðssetning matarupplifunar

Nánari upplýsingar má finna á simenntun.is eða á fésbókarsíðu Matarauðs Vesturlands

Fyrirspurnum svarar Signý Óskarsdóttir, signy@creatrix.is ,698-9772

Tenging við Sóknaráætlun Vesturlands


Verkefnið hefur sterka tengingu við Sóknaráætlun Vesturlands. Þegar horft er til leiðarljósa áætlunarinnar þá er tengingin við eftirtalin leiðarljós:

  • Samvinnu; að verkefninu koma fjölmargir aðilar og lagt er upp með að stofna öflugt tengslanet.
  • Gæði og metnaður; sérstaklega er kveðið á um að gæði og metnaður þurfi að vera til staðar í framleiðslu matvara.

Það sama á við um framtíðarsýn Vestlendinga, en þar hefur þetta verkefni skýra tengingu þar sem segir;

  • auk eflingar og þróunar í þeim öflugu matvælafyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu er markvisst unnið að því að skapa aðstæður sem styðja við sprota í matvælaframleiðslu, ýta undir samvinnu, efla markaðssetningu og auka sölu.

Loks kemur fram í Sóknaráætlun Vesturlands sem sérstakt markmið að efla þurfi matvælaframleiðslu með því að;

  • Stofnaður verði samstarfsvettvangurinn ,,Matarlandið Vesturland“. Með stofnun þess væri mögulegt að skapa umgjörð fyrir matvælaframleiðendur þar sem t.d. yrði hægt að vinna að sameiginlegu vörumerki, að stefnumótun, samstarfi við ferðaþjónustuaðila, stuðningi við beint frá býli og beint frá bát og eflingu ræktunar lífrænna matvæla.

Verkefnisstjórn


Verkefnisstjórn Matarauðs Vesturlands skipa:

Bryndís Geirsdóttir, Hið blómlega bú.
Hanna S. Kjartansdóttir, Mýranaut/Ljómalind/Beint frá Býli.
Hlédís Sveinsdóttir, sérfræðingur.
Jóhann Harðarson, Hraunsnef
Margrét Björk Björnsdóttir, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Atvinnuþróunarfélagið.
Ragnhildur Sigurðardóttir, Svæðisgarður Snæfellsness, Ferðamálasamtök Vesturlands.
Þórhildur Þorsteinsdóttir, Búnaðarsamtök Vesturlands.

Allar upplýsingar um verkefnið veitir verkefnisstjóri
Signý Óskarsdóttir, signy@creatrix.is|698-9772