Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands 2020-2024


Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

Markmið: Að bæta nýtingu auðlinda og draga úr magni úrgangs til förgunar
Verkefnislýsing: Tilgangurinn með verkefninu er að draga verulega úr því magni úrgangs sem fer til förgunar frá aðilum á Vesturlandi. Lögð verður megináhersla á að greina tækifæri til að bæta úrgangsstjórnun hjá fyrirtækjum á svæðinu, enda er áætlað er að um 80% úrgangs á Vesturlandi komi frá fyrirtækjum. Áhersluverkefnið var tengt þeim breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem tóku gildi í janúar 2023. Í verkefninu verður m.a. lögð áhersla á að greina tækifæri til bættrar meðhöndlunar lífræns úrgangs, en þessi úrgangsflokkur er enn stór hluti þess sem fer til urðunar í Fíflholtum. Lífrænn úrgangur er jafnframt sá úrgangsflokkur sem hvað auðveldast er að koma í endurvinnslu, hvort sem er í nærumhverfinu eða fjær.
Nánar um verkefnið